Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   lau 24. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Íslendingar á heimavelli
Mynd: EPA
Það eru þrír leikir á dagskrá í efstu deild ítalska boltans í dag þar sem tvö Íslendingalið eiga heimaleiki.

Enginn Íslendingur mun koma við sögu í fyrsta leik dagsins þegar lærlingar Cesc Fábregas hjá Como taka á móti Torino. Como getur stokkið yfir Juventus á stöðutöflunni með sigri þar, en lærlingar Fábregas eiga 37 stig eftir 21 umferð sem stendur.

Síðar í dag eiga Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina heimaleik við Cagliari í fallbaráttunni. Fiorentina hefur verið að standa sig mun betur að undanförnu heldur en á upphafi tímabils og er búið að lyfta sér upp úr fallsæti með átta stigum úr síðustu fjórum deildarleikjum.

Fiorentina er með 17 stig eftir 21 umferð, fimm stigum á eftir Cagliari.

Að lokum á Lecce heimaleik gegn Lazio sem hefur ekki verið að gera sérlega vel að undanförnu. Þórir Jóhann Helgason er á mála hjá Lecce en hefur aðeins komið við sögu í sex deildarleikjum það sem af er tímabils.

Lecce er búið að tapa fjórum í röð og situr í fallsæti, jafnt Fiorentina á stigum.

Mikael Egill Ellertsson og félagar í Genoa eiga heimaleik við Bologna á morgun.

Leikir dagsins
14:00 Como - Torino
17:00 Fiorentina - Cagliari
19:45 Lecce - Lazio
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
6 Como 21 10 7 4 31 16 +15 37
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 21 7 7 7 21 19 +2 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
13 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
14 Torino 21 6 5 10 21 34 -13 23
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Fiorentina 21 3 8 10 23 32 -9 17
18 Lecce 21 4 5 12 13 29 -16 17
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
Athugasemdir
banner
banner
banner