Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
   fös 23. janúar 2026 18:32
Ívan Guðjón Baldursson
Vildu ekki fá Willum með Alfons
Alfons og Willum eiga samtals 41 landsleik að baki fyrir Ísland.
Alfons og Willum eiga samtals 41 landsleik að baki fyrir Ísland.
Mynd: Gleðjum Saman
Hollenska félagið Go Ahead Eagles er að krækja í Alfons Sampsted hægri bakvörð úr röðum Birmingham City.

Birmingham bauð hollenska félaginu að fá einnig Willum Þór Willumsson til liðs við sig, sem var lykilmaður fyrir G.A. Eagles áður en hann var keyptur til Birmingham sumarið 2024.

Hollenska félagið hafnaði hins vegar því tækifæri og var Jan Willem van Dop stjórnandi hjá Eagles spurður út í málið.

„Þegar ég var í viðræðum við kollega minn hjá Birmingham bauð hann mér líka Willum (Þór Willumsson) en við erum ekki með pláss fyrir hann í hópnum að sinni. Hann er frábær leikmaður en það er ekki alltaf nóg til þess að ná árangri í sterkri deild eins og Championship," sagði Van Dop.

Willum var lykilmaður á sínu fyrsta tímabili með Birmingham en hefur ekki tekist að seta mark sitt á Championship deildina.

„Eins og staðan er í dag þá held ég að hann sé ekki alveg í topp standi líkamlega séð og það breytir mjög miklu fyrir hans tegund af leikmanni."

Willum hefur aðeins komið við sögu í 12 leikjum með Birmingham á yfirstandandi tímabili, eftir að hafa skorað 7 mörk og gefið 9 stoðsendingar í 48 leikjum á síðustu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner