Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
banner
   fös 23. janúar 2026 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrirliðinn tekur annað ár með Fulham
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Tom Cairney er búinn að gera nýjan samning við Fulham sem gildir út næsta keppnistímabil.

Cairney, sem fagnaði 35 ára afmæli í vikunni, er afar mikilvægur hlekkur í búningsklefanum hjá Fulham enda hefur hann verið partur af leikmannahópinum í rúmlega ellefu ár.

Hann á tæpa 400 leiki að baki fyrir félagið og hefur komið að tveimur mörkum í 18 leikjum á yfirstandandi tímabili. Hann hefur verið fyrirliði Fulham í tæplega níu ár.

„Þetta er félagið mitt, hérna á ég heima. Ég vil vera áfram partur af þessu félagi svo lengi sem þjálfarateymið telur að ég sé nytsamlegur. Ég er að taka þátt í leikjum og get ennþá haft áhrif á útkomuna," sagði Cairney, sem spilaði tvo A-landsleiki fyrir Skotland, meðal annars við undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner
banner