Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. febrúar 2020 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðarmiðill segir að Sancho líði vel í Dortmund
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Það er búist fastlega við því að Jadon Sancho, kantmaður Borussia Dortmund, verði heitasti bitinn á leikmannamarkaðnum næsta sumar.

Sky í Þýskalandi fullyrti fyrr í mánuðinum að Sancho muni yfirgefa þýska félagið í sumar og leita á önnur mið. Hann hefur mest verið orðaður við Chelsea, Manchester United og Liverpool.

Samkvæmt Ruhr Nachrichten, dagblaði í Dortmund, eru hins vegar líkur á því að Sancho verði áfram í Þýskalandi þar sem honum líður vel í Dortmund.

Dagblaðið heldur því fram að hinn 19 ára gamli Sancho hafi ekki formlega greint Dortmund frá því að hann vilji fara og það séu enn vonir um að hann verði áfram.

Sancho verður tvítugur í næsta mánuði en hann var í unglingastarfi Manchester City áður en hann hélt til Dortmund.

Hann er á sínu öðru tímabili í Þýskalandi en hann hefur leikið frábærlega í Bundesligunni, verið duglegur við að skora og legga upp.

Núgildandi samningur Sancho við Dortmund rennur út 2022. Ef hann fer, þá er talið að Dortmund muni biðja um 100 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner