Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 24. febrúar 2024 12:10
Aksentije Milisic
Verður samingslaus í sumar: Sé mig vera hérna áfram
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Paulo Dybala, leikmaður AS Roma, hefur verið besti leikmaður liðsins frá því að hann gekk í raðir Roma frá Juventus sumarið 2022.


Dybala er í guðatölu hjá stuðningsmönnum liðsins en Argentínumaðurinn knái á það til að meiðast reglulega. Hann var spurður út í Daniele De Rossi, þjálfara liðsins, sem tók við af Jose Mourinho á þessu ári.

„Hann er goðsögn í Róm eftir leikmannaferil sinn og nú er hann með allan fókus á sínu nýja hlutverki. Hann er með skýra hugmyndafræði og það er frábært að vinna með honum,” sagði Dybala.

„Ég vil gera mitt besta fyrir þetta félag og fyrir þessa stuðningsmenn sem tóku svona ótrúlega vel á móti mér þegar ég mætti. Ég vil hjálpa til við að koma þessu félagi í Meistaradeild Evrópu. Varðandi framtíð mína, þá hugsa ég einungis um næsta leik. Ég er leikmaður Roma og ég sé mig vera leikmann Roma áfram.”

Jose Mourinho spilaði stóra rullu í því að Dybala kom til liðsins og náðu þeir tveir einstaklega vel saman.

„Það var frábært að vinna með Mourinho og ég lærði ótrúlega mikið á þeim tíma. Við erum að tala um þjálfara sem hefur unnið helling á sínum ferli, hann notar sína reynslu og hjálpar þér að bæta þig. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann en ég held að hann muni taka við stórliðið fljótlega."

Roma vann Feyenoord í fyrradag í Evrópudeildinni og komst þar með áfram í sextán liða úrslitin. Roma fór alla leið í úrslitaleikinn á síðustu leiktíð en þar tapaði liðið fyrir Sevilla eftir vítaspyrnukeppni. 


Athugasemdir
banner
banner