Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   fös 24. mars 2023 15:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini hefur áhyggjur: Fær enga möguleika á því að sanna sig
Icelandair
Berglind Björg hefur ekki komið við sögu hjá PSG síðan í september, og aðeins í tveimur leikjum frá komu sinni frá Brann síðasta sumar.
Berglind Björg hefur ekki komið við sögu hjá PSG síðan í september, og aðeins í tveimur leikjum frá komu sinni frá Brann síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er helvíti langur tími'
'Það er helvíti langur tími'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf erfitt að velja landsliðið, alltaf spurningamerki sem þú ert með. Núna nota ég tækifærið og gef leikmönnum tækifærið til að sýna sig. Sem betur er alltaf ákveðinn hausverkur að velja hópinn, það er kostur að hafa úr einhverjum að velja og möguleika í stöðunni til að breyta," sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson við Fótbolta.net í dag.

Hann tilkynnti landsliðshóp í dag fyrir æfingaleiki gegn Nýja-Sjálandi og Sviss.

Á fréttamannafundinum kom hann inná af hverju Berglind Björg Þorvaldsdóttir væri ekki í landsliðshópnum. Steini sagði eftirfarandi: „Ég vel hana ekki, hún hefur lítið spilað, nánast ekki neitt spilað félagsliðabolta síðan í ágúst á síðasta ári. Ég ákvað að hvíla hana í þessu verkefni. Ég var að vonast til að ýta undir það að hún fengi að spila eitthvað hjá PSG með því að spila með landsliðinu, en það skipti engu máli," sagði Steini.

Í viðtalinu var hann svo spurður nánar út í Berglindi: „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, það eru komnir átta mánuðir síðan hún spilaði reglulega með félagsliði. Það er helvíti langur tími. Hún þarf að fara spila reglulega til að koma sér í gang og vera í spilformi til að geta spilað á hæsta 'levelinu'."

„Í haust erum við að fara spila í sambærilegri keppni og EM (Þjóðadeildinni) þannig að leikmenn þurfa að vera í standi til að geta tekið þátt í því verkefni og spilað á móti þeim þjóðum sem við erum að fara spila á móti í haust. Auðvitað hef ég áhyggjur af því þegar leikmaður spilar ekki neitt í svona langan tíma, fær enga sénsa og enga möguleika á því að sanna sig. Það eru ákveðin vonbrigði þegar svona er,"
sagði Steini.

Í viðtalinu er hann einnig spurður út í Söndru Sigurðardóttur, Cecilíu Rán Rúnarsdóttur og þær þrjár sem koma inn í landsliðið eftir talsverða fjarveru. Það eru Ásta Eir Árnadóttir, Hildur Antonsdóttir og Sandra María Jessen.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner