Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mið 24. apríl 2024 11:09
Innkastið
Fótboltaáhugafólk býst við því að Víkingur stingi af
Víkingur átti ekki í miklum vandræðum með Breiðablik.
Víkingur átti ekki í miklum vandræðum með Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var engin spenna í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra þar sem Víkingur var langbesta liðið og hreinlega stakk af. Meirihluti lesenda býst við því að þetta endurtaki sig í ár.

Víkingur vann 4-1 gegn Breiðabliki á mánudag en að margra mati eru Blikarnir líklegastir til að veita liðinu einhverja samkeppni um toppsætið.

Valsmenn og KR-ingar töpuðu báðir í síðustu umferð og Víkingur er eina liðið sem er með fullt hús stiga.

„Þeir þurfa ekki að vera neitt frábærir til að fá inn mörkin, það þarf eitthvað svo lítið að smella saman til að þeir vinni. Ef þeir finna lykt af blóði eru þeir mættir," sagði Sæbjörn Steinke í Innkastinu.

„Þeir eru ekki bara besta lið landsins, þeir eru langbesta lið landsins. Þeir refsa, gæðin eru það mikil og þeir það vel skipulagðir að þeir refsa þegar þeir fá færi á því. Það er hægt að treysta því að þeir klári sitt," segir Valur Gunnarsson.

Í þættinum var einmitt rætt um að Víkingar væru líklegir til að stinga af á næstu vikum en næstu sex leikir þeirra eru: KA (heima), HK (úti), FH (heima), Vestri (úti), ÍA (úti) og Fylkir (heima).

Í skoðanakönnun sem var síðustu daga á forsíðu Fótbolta.net segja 62% lesenda telja að Víkingur muni stinga af.
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 7 6 0 1 18 - 7 +11 18
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 7 4 0 3 11 - 11 0 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    KR 7 3 1 3 13 - 12 +1 10
7.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
8.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 7 2 0 5 5 - 16 -11 6
11.    KA 7 1 2 4 11 - 15 -4 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner