Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 10:30
Elvar Geir Magnússon
Wenger gæti tekið að sér annað hlutverk í boltanum
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
„Þið munið sjá mig aftur í fótboltanum. Hvort það verði sem knattspyrnustjóri, ég veit það ekki," segir Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal.

Wenger segist tilbúinn að taka að sér nýtt hlutverk í boltanum.

Fyrir ári síðan lauk 22 ára dvöl Wenger hjá Arsenal en hann sagðist búast við því að taka við sem stjóri hjá nýju félagi snemma árs 2019.

„Ég hélt að ég myndi snúa aftur sem stjóri mjög fljótt. En ég hef notið þess að vera í smá fjarlægð. Nú stend ég á krossgötum. Fótbolti er ástríða mín og ég mun snúa aftur bráðlega en ég get ekki sagt ykkur í hvaða hlutverki það verður," segir Wenger.

Þessi 69 ára Frakki ræddi við BBC en á stjóratíð sinni hjá Arsenal vann hann Englandsmeistaratitilinn þrisvar og FA-bikarinn sjö sinnum.

„Ég sakna Arsenal því ég skildi hjarta mitt eftir hjá félaginu. Ég tileinkaði lífi mínu Arsenal í 22 ár og það verður alltaf mitt félag," segir Wenger.

Hann ræddi við BBC og gagnrýndi meðal annars að úrslitaleikur Evrópudeildarinnar muni fara fram í Bakú. Í viðtalinu kallar hann það martröð fyrir stuðningsmenn.

Arsenal og Chelsea leika til úrslita í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner