Í gær var birt á miðlinum Reddit mynd sem sýnir bestu hægri bakverði leiktíðarinnar í einkunnagjöf WhoScored.
Þeir fjórir sem ná inn á lista eru Ricardo Pereira (Leicester), Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Achraf Hakimi (á láni hjá Dortmund frá Real Madrid) og Benjamin Pavard (Bayern Munchen).
Þeir fjórir sem ná inn á lista eru Ricardo Pereira (Leicester), Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Achraf Hakimi (á láni hjá Dortmund frá Real Madrid) og Benjamin Pavard (Bayern Munchen).
Ricardo Pereira er efstur í heildareinkunnagjöf og efstur í fimm flokkum. Hakimi er í öðru sæti þegar litið er á einkunnagjöfina og efstur í fjórum flokkum sem telja til einkunnar.
Trent er í þriðja sæti þrátt fyrir að vera efstur í átta flokkum og tengjast flestir þeirra sóknarframlagi hans. Ricardo er langhæstur þegar kemur að fjölda heppnaðra tæklinga í leik og hann er einnig háttvísastur þeirra fjórmenninga með einungis eitt gult spjald. Mynd af tölfræðinni má sjá hér að neðan.
Athugasemdir