Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   sun 24. maí 2020 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chiellini: Félagaskipti Bonucci til Milan voru glórulaus
Chiellini og Bonucci hafa spilað um 400 keppnisleiki saman.
Chiellini og Bonucci hafa spilað um 400 keppnisleiki saman.
Mynd: Getty Images
Það er mikið af umdeildum ummælum í nýútgefinni sjálfsævisögu Giorgio Chiellini og hafa fjölmiðlar keppst við að birta ýmsa parta bókarinnar.

Í bókinni ræðir hann meðal annars um samband sitt við Leonardo Bonucci og félagaskipti hans til AC Milan sumarið 2017.

Chiellini og Bonucci eru miklir félagar og hafa spilað saman í hjarta varnarinnar hjá Juventus og ítalska landsliðinu í tæpan áratug, að undanskildu tímabilinu 2017-18 þegar Bonucci skipti yfir til Milan fyrir 42 milljónir evra.

Dvöl Bonucci hjá Milan var ekki það sem hann hafði vonast eftir og náði Juve að krækja aftur í leikmanninn ári síðar í furðulegum skiptidíl þar sem Mattia Caldara og Gonzalo Higuain fóru hina leiðina.

„Árið hans hjá Milan var skrítið. Þetta var klárlega röng ákvörðun hjá Leo. Hann var í stríði við sjálfan sig og gat ekki haldið sömu einbeitingu og áður. Það voru þúsund hlutir sem höfðu áhrif á Leo á þessum tíma. Mér leið illa því ég var fjarverandi þegar allt gerðist," segir í bók Chiellini.

„Ég er viss um að ég hefði getað fengið hann til að vera áfram. Alveg eins og með Conte í júlí 2014 (áður en hann skipti til Chelsea). Þeir fara alltaf þegar ég er ekki á svæðinu...

„Ég talaði við Leo þegar hann var búinn að ganga frá öllu. Hann útskýrði þetta fyrir mér en það voru engin alvöru rök. Þetta voru glórulaus félagaskipti. Ég hefði skilið hann ef hann væri að fara til Real Madrid, en AC Milan? Sem betur fer skiluðu örlögin honum aftur til Juve."

Athugasemdir
banner
banner
banner