Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. maí 2022 13:42
Elvar Geir Magnússon
Bowen, Justin og Tomori í enska landsliðshópnum
Jarrod Bowen.
Jarrod Bowen.
Mynd: EPA
Fikayo Tomori.
Fikayo Tomori.
Mynd: EPA
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur valið Jarrod Bowen, leikmann West Ham, í landsliðshópinn fyrir Þjóðadeildarleiki gegn Ungverjalandi, Þýskalandi og Ítalíu.

Bowen hefur ekki spilað landsleik en var með 18 mörk og 13 stoðsendingar fyrir West Ham á tímabilinu.

James Justin, hægri bakvörður Leicester, er valinn í fyrsta sinn og Fikayo Tomori er í hópnum en hann hjálpaði AC Milan að vinna ítalska meistaratitilinn.

Jordan Henderson er ekki valinn en hann hefur staðið í ströngu með Liverpool og Southgate segist vita allt sem hann þarf að vita um miðjumanninn reynda.

Markverðir: Jordan Pickford (Everton), Nick Pope (Burnley), Aaron Ramsdale (Arsenal)

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Conor Coady (Wolves), Marc Guehi (Crystal Palace), Reece James (Chelsea), James Justin (Leicester), Harry Maguire (Man Utd), John Stones (Man City), Fikayo Tomori (AC Milan), Kieran Trippier (Newcastle), Kyle Walker (Man City), Ben White (Arsenal)

Miðjumenn: Jude Bellingham (Borussia Dortmund), Conor Gallagher (Crystal Palace, á láni frá Chelsea), Mason Mount (Chelsea), Kalvin Phillips (Leeds), Declan Rice (West Ham), James Ward-Prowse (Southampton)

Sóknarmenn: Tammy Abraham (Roma), Jarrod Bowen (West Ham), Phil Foden (Man City), Jack Grealish (Man City), Harry Kane (Tottenham), Bukayo Saka (Arsenal), Raheem Sterling (Man City)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner