Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 24. maí 2022 11:36
Elvar Geir Magnússon
Viðar Örn í fjölmiðlastríði við norskan sparkspeking
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sparkspekingurinn Christian Gauseth í norska sjónvarpinu gagnrýndi Viðar Örn Kjartansson, sóknarmann Vålerenga, í útsendingu fyrir 2-3 tapleik liðsins gegn Strömsgodset.

Gauseth sagði að Viðar væri með neikvæða líkamstjáningu, lítill liðsmaður og veikur í pressunni.

Gauseth er 37 ára og er fyrrum fyrirliði Mjöndalen en starfar nú sem sérfræðingur í norska sjónvarpinu.

Viðar skoraði í leiknum og svaraði gagnrýni Gauseth svo í viðtali.

„Ég skora ekki bara mörk, ég held að þjálfarinn sé ánægður með vinnuframlagið og ég aðstoði liðsfélaga mína. Það hafa komið leikir þar sem ég er slakur, eins og gegn HamKam, en að segja að allt tímabilið hafi verið svona er algjört kjaftæði. Hann ætti að vinna heimavinnuna sína betur," sagði Viðar.

„Ég tel að vinur minn 'Christiano' Gauseth ætti að horfa á fleiri leiki, ekki bara þennan gegn HamKam. Í þeim leik var ég slakur og tapaði boltanum um allt. En ef einhver horfir á leikinn í dag og telur að ég hafi ekki staðið mig vel þá þarf hann á glaurugum að halda."

Gauseth var svo mættur í sjónvarpssal í gær og svaraði Viðari til baka. Hann segist horfa á hverja einustu sekúndu af leikjum deildarinnar, það sé ekkert sem fari framhjá sér í norsku deildinni.

„Þegar ég segi eitthvað þá er ástæða fyrir því, ég hef ekki bara horft á HamKam leikinn. Ég hef séð marga fleiri leiki með honum. Það er ekki gagnrýnin mín sem er vandamálið heldur vinnusemi íslenska framherjans hjá Vålerenga. Við búumst við svo miklu meira frá honum," sagði Gauseth.

Viðar hefur skorað fjögur mörk í átta leikjum í norsku deildinni sem fór af stað í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner