Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 24. maí 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cavani: Stórkostlegt augnablik þegar Napoli vann titilinn
Cavani í leik með Napoli
Cavani í leik með Napoli
Mynd: Getty Images

Edinson Cavani fyrrum leikmaður Napoli hefur tjáð sig eftir að félagið varð ítalskur meistari á dögunum.


Cavani er 36 ára en hann leikur með Valencia á Spáni í dag. Hann lék með Napoli frá 2011-2013 og sló heldur betur í gegn þar.

Hann lék 138 leiki og skoraði í þeim 104 mörk.

Hann sagði frá upplifun sinni að sjá Napoli vinna titilinn.

„Það var stórkostlegt augnablik. Það varð allt tryllt, það gerist þegar þú berst fyrir þessu og ert ekki vanur að vinna. Stuðningsmennirnir þurftu að finna þessar frábæru tilfinningar," sagði Cavani.

Hann vann ekki deildina með liðinu en hann vann ítalska bikarinn tímabilið 2011/12.

„Ferillinn minn hefur verið frábær en þessi ár hjá Napoli voru einstök út af kúltúrnum. Ég er meiri leikmaður fyrir lið sem berst við stærri lið. Ég vann ekki mikið hjá Napoli en við áttum góð augnablik eins og að vinna bikarinn eftir langa bið. Frá því augnabliki hefur liðið farið á flug og unnið deildina," sagði Cavani.

Hann sér fyrir sér að snúa aftur til Napoli en synir hans fæddust þar og eru miklir stuðningsmenn liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner