Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   mið 24. maí 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kounde sagður ósáttur með stöðu sína - Xavi þvertekur fyrir það
Mynd: Getty Images

Jules Kounde varnarmaður Barcelona er sagður vilja fara frá félaginu en þessi 24 ára gamli leikmaður gekk til liðs við félagið fyrir tæpu ári síðan.


Hann gekk til liðs við félagið frá Sevilla í júlí í fyrra en hann hefur leikið að mestu í hægri bakverði hjá nýja félaginu.

Hann er sagður óánægður með það en hann er miðvörður að upplagi og myndi vilja spila þá stöðu.

Xavi var spurður út í stöðu Kounde eftir tap liðsins gegn Valladolid í gær.

„Ég spjallaði við Kounde og ég var skýr við hann. Ég veit að það eru margar sögur en leikmaðurinn fór af fundinum sáttur og ég líka. Það er ekkert vandamál," sagði Xavi.


Athugasemdir
banner
banner
banner