Dyrnar að enska landsliðinu verða áfram opnar fyrir sóknarmanninn Ivan Toney þegar hann er búinn að afplána átta mánaða bann sitt fyrir að brjóta veðmálareglur.
„Ef hann spilar vel þegar hann kemur aftur þá verður hann valinn. Ég býst við honum sérstaklega gíruðum eftir það sem hann hefur gengið í gegnum. Hann er seigur og flottur karakter og við sýnum honum stuðning. Mér líkar vel við hann og hans hugarfar," segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
„Ef hann spilar vel þegar hann kemur aftur þá verður hann valinn. Ég býst við honum sérstaklega gíruðum eftir það sem hann hefur gengið í gegnum. Hann er seigur og flottur karakter og við sýnum honum stuðning. Mér líkar vel við hann og hans hugarfar," segir Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Toney er í átta mánaða banni frá afskiptum af fótbolta og Southgate finnst regluverkið vera strangt.
„Ég hef rætt við hann. Ég veit ekki hvort það sé bannað. Ef svo er þá getið þið sett mig í bann en ekki lengja hans. Hann hefur gengið að sinni refsingu. Það sem fer í taugarnar á mér er að við þurfum að hugsa um fólk og hann er meiddur sem stendur. Hvað á hann að gera til að koma sér í stand?"
„Ég er ekki hrifinn af því að hann megi ekki vera hluti af fótboltasamfélaginu. Hvernig á hann að þroskast og þróast í gegnum bannið? Svona á þetta ekki að virka."
Athugasemdir