Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fös 24. maí 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Barcelona kemur ekki vel fram við goðsagnir sínar"
Xavi.
Xavi.
Mynd: Getty Images
Barcelona tilkynnti það í dag að Xavi hefði verið rekinn sem þjálfari liðsins. Hansi Flick, fyrrum þjálfari Bayern München og þýska landsliðsins, er að taka við liðinu.

Xavi er goðsögn hjá Barcelona en hann var magnaður leikmaður fyrir félagið á sínum tímabilið. Tímabilið sem er að klárast hefur verið erfitt fyrir félagið. Börsungar eru sem stendur í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.

Quique Sánchez Flores, þjálfari Sevilla, var spurður út í fréttirnar af Xavi á fréttamannafundi í dag og skaut þar á Barcelona.

„Xavi er þjálfari sem þykir gríðarlega vænt um félagið. Hann hefur gengið í gegnum margt sem leikmaður og hefur staðið sig mjög vel sem þjálfari," sagði Sanchez Flores.

„Barcelona kemur ekki vel fram við goðsagnir sínar. Koeman, Messi og núna Xavi. Félög þurfa að koma betur fram við goðsagnir sínar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner