Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
   fös 24. maí 2024 23:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þjálfar liðsfélaga sinn í 3. flokki - „Fyndið að hafa hana í klefanum"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA vann öruggan sigur á Tindastóli í Boganum í kvöld. Hulda Björg Hannesdóttir leikmaður Þór/KA ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór/KA 5 -  0 Tindastóll

„Við vissum að þær kæmu klárlega sterkari til baka, við vitum að þær eru ekkert að fara gefast upp. Það þurfti að mótivera sig að halda áfram. Við vorum ekki búnar að vinna neitt í hálfleik. Við komum aðeins sloj í byrjun seinni hálfleiks svo náum við inn einu marki og klárum þetta," sagði Hulda Björg.

Margar ungar og efnilegar komu við sögu hjá Þór/KA í kvöld. Hin 14 ára gamla Bríet Fjóla Bjarnadóttir var meðal þeirra.

„Hún er í þriðja flokki og ég er að þjálfa þriðja flokk. Það er fyndið að hafa hana inn í klefanum fyrir leiki og í liðinu bara. Hún er gríðarlega efnilegur leikmaður eins og þær allar sem eru á bekknum. Ef hún heldur rétt á spöðunum mun henni ganga vel í framtíðinni," sagði Hulda BJörg.

Hulda er gríðarlega ánægð með tímabilið til þessa.

„Ég lendi aðeins í meiðslum á undirbúningstímabilinu en næ að koma mér í stand. Er enn að koma mér í betra og betra stand," sagði Hulda.


Athugasemdir
banner
banner