Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   mán 24. júní 2019 22:33
Mist Rúnarsdóttir
Ída Marín: Setti mér markmið um að skora 10
Kvenaboltinn
Ída Marín var öflug í liði Fylkis í kvöld
Ída Marín var öflug í liði Fylkis í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum steinsofandi í fyrri hálfleik en fengum alveg nokkur færi og þær líka. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt þó við höfum verið meira með boltann,“ sagði Fylkiskonan Ída Marín Hermannsdóttir í viðtali við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli við Selfoss.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Selfoss

„Ég hélt að við værum vel stemmdar en síðan mættum við ekki til leiks en mér fannst við alveg vera góðar í seinni,“ sagði Ída Marín en Fylkisliðið var í brasi í fyrri hálfleik og mögulega heppið að vera ekki undir þegar flautað var til hálfleiks.

Á lokamínútu fyrri hálfleiksins fengu Fylkiskonur dæmda vítaspyrnu þegar Ída Marín féll við í teignum. Frá stúkunni séð virtist þetta rangur dómur en Ída Marín var ekki sammála því.

„Já, alltaf víti,“ svaraði hún þegar hún var spurð um hvort rétt hefði verið að dæma vítaspyrnu. Ída Marín fór svo sjálf á punktinn og skoraði sitt fjórða mark í sumar.

„ Ég var 100% á því að ég myndi skora. Ég skipti reyndar um horn á síðustu stundu því ég sá hana færa sig.“

Aðspurð um markmið sín varðandi markaskorun svaraði leikmaðurinn efnilegi:

„Ég setti mér markmið um að skora tíu og vonandi næ ég því. En ég vona líka bara að við höldum okkur uppi og okkur gangi vel.“

Nánar er rætt við Ídu Marín í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner