Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 24. júní 2019 22:33
Mist Rúnarsdóttir
Ída Marín: Setti mér markmið um að skora 10
Kvenaboltinn
Ída Marín var öflug í liði Fylkis í kvöld
Ída Marín var öflug í liði Fylkis í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum steinsofandi í fyrri hálfleik en fengum alveg nokkur færi og þær líka. Ég held að þetta hafi verið sanngjarnt þó við höfum verið meira með boltann,“ sagði Fylkiskonan Ída Marín Hermannsdóttir í viðtali við Fótbolta.net eftir 1-1 jafntefli við Selfoss.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Selfoss

„Ég hélt að við værum vel stemmdar en síðan mættum við ekki til leiks en mér fannst við alveg vera góðar í seinni,“ sagði Ída Marín en Fylkisliðið var í brasi í fyrri hálfleik og mögulega heppið að vera ekki undir þegar flautað var til hálfleiks.

Á lokamínútu fyrri hálfleiksins fengu Fylkiskonur dæmda vítaspyrnu þegar Ída Marín féll við í teignum. Frá stúkunni séð virtist þetta rangur dómur en Ída Marín var ekki sammála því.

„Já, alltaf víti,“ svaraði hún þegar hún var spurð um hvort rétt hefði verið að dæma vítaspyrnu. Ída Marín fór svo sjálf á punktinn og skoraði sitt fjórða mark í sumar.

„ Ég var 100% á því að ég myndi skora. Ég skipti reyndar um horn á síðustu stundu því ég sá hana færa sig.“

Aðspurð um markmið sín varðandi markaskorun svaraði leikmaðurinn efnilegi:

„Ég setti mér markmið um að skora tíu og vonandi næ ég því. En ég vona líka bara að við höldum okkur uppi og okkur gangi vel.“

Nánar er rætt við Ídu Marín í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner