Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 24. júní 2021 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal nálægt því að klára kaupin á White
Mynd: Getty Images
Arsenal er komið vel á veg í viðræðum sínum við Brighton. Arsenal vill fá Ben White, varnarmannn Brighton, í sínar raðir.

SkySportsNews segir að Arsenal hafi boðið 40 milljónir punda í White í síðustu viku en nú séu viðræður í gangi um 50 milljón punda tilboð.

Verið er að ræða um hvernig skal hátta greiðslunum til Brighton, hvort þær séu í formi raðgreiðslna og að hvaða leyti.

Einnig er greint frá því að White sé spenntur fyrir því að fara til Arsenal og samningsviðræður ættu að verða formsatriði.

White er 23 ára miðvörður sem á að baki tvo A-landsleiki fyrir England. Hann er um þessar mundir í enska landsliðshópnum sem tekur þátt í Evrópumótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner