Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mán 24. júní 2024 15:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikill áhugi á Jakobi Gunnari sem verður líklega keyptur í glugganum
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Jakob Gunnar Sigurðsson er markahæsti leikmaður 2. deildar, framherjinn stóri og stæðilegi hefur skorað ellefu mörk í átta leikjum og er með fjögurra marka forystu á Luke Williams hjá Víkingi Ólafsvík sem er næstmarkahæstur.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er mikill áhugi á unglingalandsliðsmanninum og er vitað af áhuga Víkings, KR og KA. Sennilega hafa fleiri félög í Bestu deildinni líka áhuga. Líklegt er að Jakob verði keyptur í glugganum og það er þá ekki útilokað að hann verði lánaður aftur til baka til Völsungs út tímabilið.

Jakob sagði í viðtali við Fótbolta.net fyrr í sumar að hans markmið hefði verið að skora átta mörk í sumar, þá var hann akkúrat með átta mörk og ætlaði sér næst að ná tólf mörkum.

Völsungur er með þrettán stig eftir átta umferðir og hefur Jakob skorað ellefu af sautján mörkum liðsins.
2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 12 9 2 1 25 - 11 +14 29
2.    KFA 12 8 1 3 29 - 19 +10 25
3.    Víkingur Ó. 12 6 5 1 27 - 14 +13 23
4.    Þróttur V. 12 6 1 5 25 - 20 +5 19
5.    Völsungur 12 6 1 5 21 - 19 +2 19
6.    Haukar 12 5 2 5 20 - 22 -2 17
7.    Ægir 12 4 3 5 18 - 17 +1 15
8.    Höttur/Huginn 12 4 3 5 21 - 24 -3 15
9.    KFG 12 3 3 6 20 - 22 -2 12
10.    Kormákur/Hvöt 12 3 3 6 10 - 17 -7 12
11.    KF 12 2 2 8 11 - 25 -14 8
12.    Reynir S. 12 2 2 8 17 - 34 -17 8
Athugasemdir
banner
banner
banner