lau 24. ágúst 2019 19:11
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real Madrid gerði jafntefli á heimavelli
Real Madrid fór vel af stað með sigri á útivelli gegn Celta Vigo og í dag var komið að fyrsta heimaleiknum.

Heimamenn voru við stjórn í fyrri hálfleik og fengu mikið af færum en náðu ekki að skora. Seinni hálfleikurinn var jafnari en Karim Benzema skoraði á 82. mínútu með mögnuðu skoti í miðjum snúningi.

Real reyndi að sækja annað markið til að gera út um leikinn en gestirnir komust þá í gegn og jafnaði Sergi Guardiola leikinn á 88. mínútu.

Meira var ekki skorað og lokatölur því 1-1 á Bernabeu. Bæði lið eru með fjögur stig eftir tvær umferðir.

Real Madrid 1 - 1 Real Valladolid
1-0 Karim Benzema ('82)
1-1 Sergi Guardiola ('88)

Osasuna og Eibar mættust fyrr í dag og gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik.

Í heildina fóru tvö skot af átján á rammann hjá báðum liðum.

Osasuna er með fjögur stig eftir sigur gegn Leganes í fyrstu umferð en Eibar er með eitt stig eftir tap gegn Mallorca.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner