Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   fös 24. september 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sammi spáir í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Húsasmiðjan
Sammi í leik með KV.
Sammi í leik með KV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Antonio snýr aftur.
Antonio snýr aftur.
Mynd: EPA
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: EPA
Sjötta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í hádeginu á laugardag og lýkur með einum leik á mánudag. Fyrstu leikir umferðarinnar eru klukkan 11:30 á morgun.

Samúel Már Kristinsson, einn af lykilmönnum KV sem fór upp úr 2. deild um síðustu helgi, spáir í leiki umferðarinnar.

Benedikt Guðmundsson spáði í leiki síðustu umferðar og var með fimm rétta.

Svona spáir Sammi leikjunum:

Chelsea 2 - 1 Manchester City
Tommi taktík heldur áfram að vera með öll tök á Pep. Lukaku setur 2 í þessum leik.

Manchester United 3 - 1 Aston Villa
Ronaldo setur þrennu í fyrri og síðan verður þetta göngutúr í garðinum eftir það.

Everton 1 - 1 Norwich
Verður leiðinlegur leikur en við fögnum því að Norwich kemur sér á blað.

Leeds 1 - 3 West Ham
West Ham fær Antonio aftur eftir bann og hann þakkar Fantasy spilurum fyrir trautið og skorar 2.

Leicester 1 - 0 Burnley
Leikmenn Burnley munu setja upp sýningu í góðum varnarleik en það mun því miður ekki duga og Maddison setur eitt úr aukaspyrnu á 85. mín.

Watford 1 - 1 Newcastle
Það leiðinlegur leikur að ég nenni ekki að tala um hann.

Brentford 2 - 2 Liverpool
Brentford menn munu halda góðu gengi áfram og pakka Liverpool liðinu saman í fyrri og leiða eftir hann 2-0. En því miður fyrir þá setur Mo 2 í seinni.

Southamtpon 1 - 0 Wolves
Souhampton tekur öll 3 stigin í þessum leik og ekkert skrítið því Wolves hafa ekkert getað í byrjun þessa tímabils.

Arsenal 3 - 0 Tottenham
Stærsti leikur tímabilsins að mínu mati og Arteta mun setja upp sýningu sem sannar að hann munu koma sýnum mönnum aftur í toppbaráttu innan 2 ára. London verður rauð á þessu ári.

Crystal Palace 0 - 2 Brighton
Brighton mun halda áfram að spila frábærlega og taka þennan leik öruggt.

Fyrri spámenn:
Benni Gumm - 5 réttir
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Samúel: Þetta er besti og skemmtilegasti hópurinn á landinu
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner