Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. september 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benni Gumm spáir í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Húsasmiðjan
Benni Gumm
Benni Gumm
Mynd: Bára Dröfn/Karfan
Skora Raphinha og Patrick Bamford fyrir Leeds í 2-5 sigri?
Skora Raphinha og Patrick Bamford fyrir Leeds í 2-5 sigri?
Mynd: Getty Images
Rafa að fara skila punktum heim?
Rafa að fara skila punktum heim?
Mynd: EPA
Fimmta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina og hefst með einum leik í kvöld.

Körfuboltaþjálfarinn Benedikt Rúnar Guðmundsson er spáir í þessa umferð. Benni er þjálfari kvennalandsliðsins og karlaliðs Njarðvíkur sem á morgun leikur til bikarúrslita.

Karitas Tómasdóttir spáði í leiki síðustu umferðar og var með fimm rétta.

Newcastle 2 - 5 Leeds
Hvorugt liðið spilar agaðan varnarleik þannig að þetta verður sjö marka leikur. Eins og flestir leikir Leeds þá verður þetta ofboðslega skemmtilegur leikur og líklegast skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Leikstíll Leeds er þannig að annað hvort svínvirkar hann eða bara alls ekki en hann á eftir að skila þeim stórsigri í þessum leik.

Wolves 1 - 0 Brentford
Eins skemmtilegur og leikur Newcastle og Leeds verður þá er ég ansi hræddur um að þessi leikur verði álíka leiðinlegur. Úlfarnir ná að kreista þrjú stig út úr leiknum þar sem bæði lið munu spila varfærnislega.

Burnley 0 - 3 Arsenal
Eftir erfiðar vikur þá geta stuðningsmenn Arsenal brosað um helgina því þeir vinna öruggan sigur. Ekki samt af því að liðið þeirra er svo frábært heldur vegna þess að Burnley er með arfaslakt lið.

Liverpool 2 - 1 Crystal Palace
Liverpool er búið að finna taktinn aftur og tekur þrjú örugg stig. Samt bara eins marks sigur en verða 90% með boltann. Fá á sig eitt klaufamark úr skyndisókn frá Palace eða hornspyrnu og skora sjálfir bara tvö þar sem Palace mun pakka í vörn allan leikinn.

Man. City 4 - 0 Southampton
City mun halda áfram að pakka andstæðingum sínum saman á heimavelli en samt „bara'' 4-0 í þetta skiptið. Leikurinn verður búinn í hálfleik, 3-0, og síðan tekur City liðið það rólega í seinni hálfleik og bætir aðeins við einu marki.

Norwich 1 - 2 Watford
Kannski ekki leikur sem fólk bíður spennt eftir en gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þó svo að mótið sé nýbyrjað þá er þetta klárlega botnbaráttuslagur. Watford hefur haft Norwich í vasanum og það er ekki að fara breytast um helgina.

Aston Villa 1 - 2 Everton
Að mínu mati er Everton með betra lið og betri þjálfara og því er ég viss um útisigur hér þrátt fyrir að Villa sé á heimavelli. Það hefur verið ómögulegt að spá fyrir um úrslit þegar þessi tvö lið mætast undanfarin ár en minn maður Rafa skilar þremur punktum heim.

Brighton 1 - 1 Leicester
Heimamenn hafa byrjað með látum og sjálfstraustið í liðini mun skila góðu stigi gegn Leicester. Þetta er engu að síður fyrsti alvöru andstæðingurinn sem Brighton mætir núna en liðið er klárlega í góðum takti með skipulagða vörn.

West Ham 1 - 3 Man. Utd
Þessi leikur á að vera formsatriði fyrir gestina. Þeir hljóta vilja losa sig við óbragðið eftir ósigurinn gegn Young Boys, eða hvað það heitir liðið sem þeir töpuðu fyrir um daginn.

Tottenham 0 - 1 Chelsea
Mér líst ekki nógu vel á Tottenham þessa dagana og því sé ég ekki fyrir mér að þeir fái nokkuð út úr þessum leik. Chelsea mun samt þurfa hafa fyrir sigrinum. Í besta falli nær Tottenham stigi en ég sé það ekki gerast.

Fyrri spámenn:
Mist Edvards - 5 réttir
Karitas - 5 réttir
Albert Brynjar - 4 réttir
DigiticalCuz - 4 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner