Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. september 2022 16:01
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: Valur meistari annað árið í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding 1 - 3 Valur
0-1 Cyera Hintzen ('7)
0-2 Anna Rakel Pétursdóttir ('36)
1-2 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('38)
1-3 Cyera Hintzen ('87)


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Kvennalið Vals er búið að tryggja félaginu annan Íslandsmeistaratitilinn í röð eftir sigur gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. Afturelding er fallin niður í Lengjudeildina eftir tapið.

Valur komst í tveggja marka forystu í opnum og skemmtilegum fyrri hálfleik þar sem Cyera Hintzen og Anna Rakel Pétursdóttir skoruðu mörkin eftir laglegan undirbúning frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur. Mörkin voru keimlík en Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir var ekki lengi að minnka muninn.

Það liðu tvær mínútur á milli markanna og var staðan 1-2 fyrir Val þegar Arnar Ingi Ingvarsson dómari flautaði til leikhlés.

Síðari hálfleikur var áfram opinn og skemmtilegur en færanýtingin ekki upp á marka fiska. Það var mikil spenna undir lokin þar sem bæði lið komust í góðar stöður en að lokum var það Cyera sem gerði út um leikinn með öðru marki sínu.

Niðurstaðan flottur sigur Vals gegn sprækum Mosfellingum. Valur er með 42 stig eftir 17 umferðir, níu stigum fyrir ofan Blika sem eiga tvo leiki eftir.

Valur varð einnig bikarmeistari í sumar og vann því tvöfaldan sigur hér á landi.

Valskonur eru einnig í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en eru í erfiðri stöðu fyrir útileikinn eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Slavía Prag.


Athugasemdir
banner
banner
banner