lau 24. september 2022 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeildin: Kýpur lagði Grikkland - Sigur hjá Norður-Írum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Getty Images

Kýpur lagði Grikkland að velli í C-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld með einu marki gegn engu. Marinos Tzionis gerði eina mark leiksins snemma.


Þetta kemur ekki að sök fyrir Grikki sem voru með fullt hús stiga fyrir tapið og búnir að tryggja sig aftur upp í B-deildina.

Kýpur er aftur á móti í bullandi fallbaráttu og kemur þessi sigur sér gríðarlega vel fyrir þjóðina sem mætir Kósovó í úrslitaleik í vikunni.

Kýpur 1 - 0 Grikkland
1-0 Marinos Tzionis ('18)

Norður-Írland nældi sér þá í mikilvæg stig í fallbaráttu síns riðils í C-deildinni. Norður-Írar sigruðu gegn Kósovó eftir að hafa lent undir í seinni hálfleik.

Vedat Muriqi skoraði fyrir Kósovó og náðu heimamenn ekki að jafna fyrr en á lokakaflanum. Sigurmarkið leit svo dagsins ljós í uppbótartíma.

Norður-Írar eru með fimm stig fyrir lokaumferðina og eru enn í fallhættu. Sigur gegn Grikkjum myndi tryggja sætið í C-deild en tap gæti sent Írana niður í D-deild.

Norður-Írland 2 - 1 Kósovó
0-1 Vedat Muriqi ('58)
1-1 Gavin Whyte ('82)
2-1 Josh Magennis ('93)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner