Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 16:32
Elvar Geir Magnússon
Bamford flýgur til Spánar
Patrick Bamford.
Patrick Bamford.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Patrick Bamford hefur flogið til Madrídar en búist er við því að hann semji við spænska félagið Getafe.

Þessi 32 ára leikmaður hefur verið án félags síðan hann yfirgaf Leeds United í sumar. Hann hefur verið í leit að félagi á meðan Getafe hefur vantað sóknarmann síðan Christantus Uche fór til Crystal Palace á gluggadeginum og enginn kom í staðinn.

Getafe hefur farið ágætlega af stað í La Liga og er með níu stig eftir fimm leiki.

Bamford kom upp úr akademíu Chelsea en hefur lengst af ferilsins spilað fyrir Leeds. Hann kom til Leeds 2018 frá Middlesbrough og hefur flakkað með liðinu milli úrvalsdeildarinnar og Championship.

Bamford hefur skorað 60 mörk og átt 25 stoðsendingar í 205 leikjum. Síðustu ár hefur hann aðallega verið í hlutverki varamanns.
Athugasemdir
banner