Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Frank vill fá Harry Kane aftur til Tottenham
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Thomas Frank þjálfari Tottenham var spurður út í Harry Kane á fréttamannafundi í gær.

Tottenham seldi Harry Kane til FC Bayern fyrir tveimur árum síðan og kostaði framherjinn um 100 milljónir punda.

Tottenham tryggði sér forkaupsrétt á leikmanninum ef hann verður seldur frá Bayern og greina þýskir fjölmiðlar frá riftunarákvæði sem Kane er með í samningi sínum við Þýskalandsmeistarana.

Ákvæðið nemur 54 milljónum punda og fellur úr gildi eftir janúargluggann. Kane er 32 ára gamall og er kominn með 13 mörk og 3 stoðsendingar í 7 leikjum það sem af er tímabils.

Frank tók við stjórn á Tottenham í sumar og er opinn fyrir því að fá enska landsliðsfyrirliðann aftur heim.

„Það eru margir stuðningsmenn Tottenham, þar á meðal ég, sem vilja sjá Kane koma aftur til félagsins," sagði Frank í gær.

„Persónulega þá held ég að þetta sé ekki sú stund, ef ég á að vera heiðarlegur. Hann mun líklega vera áfram hjá Bayern og halda áfram að skora mörk. Hann var markahæstur á síðustu leiktíð og vann Þýskalandsmeistaratitilinn. Svo er hann að gera frábæra hluti á nýju tímabili.

„Ég veit ekki hvað hann er að hugsa, en ég get alveg skilið hann að vera áfram hjá Bayern. Af hverju ætti hann ekki að njóta tímans síns þar aðeins lengur?

„Ef hann vill koma aftur hingað þá er hann meira en velkominn."


   18.09.2025 07:00
Kane bætti met David Beckham - Enginn komið að fleiri mörkum

Athugasemdir
banner