Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Enski deildabikarinn: Arsenal áfram í næstu umferð - Fyrsta mark Eze
Eberechi Eze skoraði fyrir Arsenal
Eberechi Eze skoraði fyrir Arsenal
Mynd: EPA
Port Vale 0 - 2 Arsenal
0-1 Eberechi Eze ('8 )
0-2 Leandro Trossard ('86 )

Arsenal var síðasta liðið til að tryggja sig inn í 16-liða úrslit enska deildabikarsins með 2-0 sigri á Port Vale á útivelli í kvöld.

Enski landsliðsmaðurinn Eberechi Eze skoraði sitt fyrsta mark í treyju Arsenal á 8. mínútu eftir skemmtilegt spil á kantinum.

Myles Lewis-Skelly fékk boltann vinstra megin í teignum, rétt kom við hann áður en Eze kom Arsenal í forystu.

Leandro Trossard sendi Arsenal síðan örugglega áfram með hnitmiðuðu skoti neðst í vinstra hornið eftir að hafa hlaupið á langan bolta frá William Saliba.

Arsenal komið í 16-liða úrslit og verður í pottinum þegar dregið verður eftir örskammastund.
Athugasemdir
banner