Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
banner
   þri 23. september 2025 21:14
Elvar Geir Magnússon
Sutton um Ekitike: Algjör heimska!
Ekitike verður í banni í deildarleiknum gegn Palace næsta laugardag.
Ekitike verður í banni í deildarleiknum gegn Palace næsta laugardag.
Mynd: EPA
Hugo Ekitike skoraði sigurmark Liverpool 2-1 gegn Southampton í deildabikarnum í kvöld en fagnaði með því að rífa sig úr treyjunni. Hann var á gulu spjaldi og fékk því réttilega rautt. Atvikið átti sér stað á 85. mínútu.

Ekitike verður í banni þegar Liverpool mætir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

„Þetta er ekkert annað en algjör heimska að fá annað gula spjaldið sitt fyrir þetta. Hann hefur verið svo mikilvægur fyrir Liverpool í upphafi tímabils en mun núna missa af deildarleiknum gegn Crystal Palace," segir Chris Sutton, sparkspekingur BBC.

„Það eru ekki góðar fréttir fyrir Arne Slot að hann missir af útileiknum gegn Crystal Palace á laugardag."

Jobi McAnuff, sem starfaði einnig sem sérfræðingur fyrir BBC í kvöld, tekur í sama streng.

„Þetta er algjörlega fáránlegt. Allir þekkja reglurnar. Þetta var voðalega einfalt mark sem hann skoraði og algjör óþarfi að rífa sig úr treyjunni," segir McAnuff.


Athugasemdir
banner