Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gavi verður frá keppni í fjóra til fimm mánuði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spænski miðjumaðurinn Gavi gekkst undir aðgerð á hné á dögunum og greindu fjölmiðlar frá því að hann yrði líklega frá keppni í um einn og hálfan mánuð.

Þeim skjátlaðist. FC Barcelona býst við að Gavi verði frá í um fjóra til fimm mánuði eftir þessa aðgerð.

Hann mun því ekki vera liðtækur aftur fyrr en í janúar eða febrúar í síðasta lagi.

Gavi er 21 árs gamall og er þegar búinn að spila 155 keppnisleiki fyrir aðallið Barcelona á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta. Hann hefur auk þess skorað 5 mörk í 28 A-landsleikjum með ógnarsterku liði Spánverja sem vann EM í fyrra. Gavi var þó ekki í hópnum sem fór á EM eftir að hann sleit krossband.

Þetta er hægra hnéð sem heldur áfram að plaga hann.


Athugasemdir
banner