Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 14:38
Elvar Geir Magnússon
Meiddist illa í sínum fyrsta leik með Liverpool og verður lengi frá
Talað er um að Giovanni Leoni verði frá í níu mánuði.
Talað er um að Giovanni Leoni verði frá í níu mánuði.
Mynd: EPA
Giovanni Leoni, 18 ára varnarmaður Liverpool, meiddist alvarlega á hné í sínum fyrsta leik með Liverpool í gær.

Leoni þykir mikið efni en hann var keyptur fyrir 26 milljónir punda frá Parma í sumar. Hann hafði spilað vel áður en hann fór meiddur af velli á 81. mínútu.

Hann lenti illa við hliðarlínuna og var greinilega mjög þjáður áður en hann var borinn af velli á börum.

Liverpool vill ekki setja tímaramma á meiðslin en Liverpool Echo segir að læknaliðið óttist að hann verði lengi frá, talið í mánuðum frekar en vikum. Mögulega spili hann ekki meira á tímabilinu. Corriere dello Sport talar um níu mánuði.

Liverpool er frekar þunnskipað þegar kemur að miðvörðum og bara með þrjá reynda til að nota í hjarta varnarinnar. Ibrahima Konate og Virgil van Dijk eru miðvarðaparið og Joe Gomez varamaður.

Wataru Endo og Ryan Gravenberch geta leyst af í hjarta varnarinnar en Liverpool reyndi að fá inn miðvörð í sumar og var nálægt því að krækja í Marc Guehi frá Crystal Palace.


Athugasemdir
banner
banner