Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 14:26
Elvar Geir Magnússon
Chiesa leiður yfir því að vera ekki í Meistaradeildarhópnum - „Magnað að spila fyrir Liverpool“
Chiesa skoraði gegn Bournemouth í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Chiesa skoraði gegn Bournemouth í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: EPA
Chiesa fær mikinn stuðning frá áhangendum Liverpool.
Chiesa fær mikinn stuðning frá áhangendum Liverpool.
Mynd: EPA
Federico Chiesa, leikmaður Liverpool, er ákveðinn í að vinna sig inn í áætlanir Arne Slot í Meistaradeildinni og endurgreiða stuðningsmönnum Liverpool fyrir stuðninginn á erfiðu fyrsta tímabili á Anfield.

Chiesa segir vera á betri stað líkamlega og andlega en á síðasta tímabili. Hann átti frábæran leik geg Southampton í gær, sínum fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu, og lagði upp bæði mörk Liverpool í 2-1 sigri.

Þá hefur hann komið fjórum sinnum af bekknum í úrvalsdeildinni og látið til sín taka.

Chiesa byrjaði bara einn úrvalsdeildarleik á síðasta tímabili og var ekki valinn í 22 manna leikmannahóp Liverpool í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Það er þó mögulegt að honum verði bætt inn í hópinn vegna meiðsla Giovanni Leoni en það er hægt að skipta út leikmanni sem er frá í 60 daga eða meira.

„Ég vil sýna stjóranum að ég get spilað stærri rullu í úrvalsdeildinni. Ég hef fengið tækifærið í fyrstu leikjunum og tel mig hafa sýnt að ég get hjálpað liðinu. Ég er ekki í Meistaradeildarhópnum en er ákveðinn í að gera vel þegar ég fæ tækifæri," segir Chiesa sem var keyptur frá Juventus í fyrra.

„Stjórinn útskýrði fyrir mér hvað hann var að hugsa og af hverju ég var ekki valinn í hópinn. Ég var leiður yfir því að vera ekki valinn, draumur allra leikmanna er að spila í Meistaradeildinni. En ég sagði við stjórann að ég myndi halda áfram að leggja mig allan fram. Ég myndi fá tækifæri í deildabikarnum og Meistaradeildinni. Ég er fagmaður, ég spila fyrir Liverpool og það er magnað."

Þrátt fyrir að hafa verið í litlu hlutverki þegar Liverpool varð meistari í fyrra þá er Chiesa vinsæll meðal stuðningsmanna í Kop stúkunni.

„Eftir síðasta tímabil þá fékk ég þá tilfinningu að ég þyrfti að gefa þeim eitthvað til bbaka. Ég hef náð að gefa þeim eitthvað á fyrstu vikum tímabilsins en ég vil halda því áfram. Ég finn fyrir stuðningnum og hann er magnaður," segir Chiesa.
Athugasemdir
banner