Argentínumaðurinn Julian Alvarez fór hamförum í dramatískum 3-2 sigri Atlético Madríd á Rayo Vallecano í La Liga í kvöld.
Alvarez skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum í leiknum, en hann kom sér á blað strax á 15. mínútu leiksins eftir stórkostlega fyrirgjöf Marcos Llorente frá hægri.
Gestirnir frá Vallecas jöfnuðu metin undir lok fyrri hálfleiks og voru síðan búnir að snúa taflinu við þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.
Alvarez tók málin í sínar hendur og skoraði tvö mörk á átta mínútu, fullkomnaði þrennuna og innsiglaði sigurinn.
Atlético Madríd er í 8. sæti með 9 stig.
Orri Steinn Óskarsson var ekki í hópnum hjá Real Sociedad sem lagði Real Mallorca að velli, 1-0.
Íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur en óljóst er hvenær hann snýr aftur á völlinn.
Mikel Oyarzabal, fyrirliði Sociedad, skoraði sigurmarkið snemma í síðari hálfleik.
Sociedad hefur aðeins sótt fimm stig í 16. sæti.
Getafe 1 - 1 Alaves
1-0 Mauro Arambarri ('63 )
1-1 Ander Guevara ('71 )
Real Sociedad 1 - 0 Mallorca
1-0 Mikel Oyarzabal ('49 )
Atletico Madrid 3 - 2 Rayo Vallecano
1-0 Julian Alvarez ('15 )
1-1 Pep Chavarria ('45 )
1-2 Alvaro Garcia ('77 )
2-2 Julian Alvarez ('80 )
3-2 Julian Alvarez ('88 )
Athugasemdir