Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Glódís vann í Íslendingaslag - Breki kom við sögu í sigri
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir er búin að ná sér af meiðslum og spilaði fyrstu 75 mínúturnar í þægilegum sigri FC Bayern í efstu deild þýska boltans í dag.

Glódís Perla mætti þar Ingibjörgu Sigurðardóttur sem var í byrjunarliðinu hjá gestaliði Freiburg og lék allan leikinn.

Bayern gjörsamlega rúllaði yfir Freiburg í leik þar sem lokatölurnar urðu 4-0. Leikurinn hefði hæglega getað endað með stærri sigri Bæjara.

Georgia Stanway átti sérstaklega glæsilegan seinni hálfleik þar sem hún lagði þrjú mörk upp en markaskorarar stórveldisins skiptu mörkunum jafnt á milli sín.

Bayern er með 10 stig eftir 4 umferðir á nýju deildartímabili. Freiburg er með 7 stig.

Breki Baldursson fékk þá að spila síðustu 20 mínúturnar í sigri Esbjerg á útivelli gegn Ringsted í 32-liða úrslitum danska bikarsins.

Það voru ekki fleiri Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins. Þórir Jóhann Helgason er í byrjunarliði Lecce gegn AC Milan í ítalska bikarnum.

Bayern 4 - 0 Freiburg

Ringsted 0 - 1 Esbjerg

Athugasemdir
banner