Það vakti athygli á mánudag að Aron Jóhannsson var ekki í byrjunarliði Vals. Það eru skörð höggvin í Valsliðið sem hefur átt erfitt með að skora mörk að undanförnu, einungis einu sinni í einn og hálfan mánuð hefur liðið skorað meira en eitt mark í leik. Liðið gerði það gegn Breiðabliki 10. ágúst og svo gegn Aftureldingu 26. ágúst.
Það er eðlilegt að það gangi verr þegar besta framherja deildarinnar vantar í liðið, Patrick Pedersen meiddist fyrir mánuði og verður ekki meira með.
Það er eðlilegt að það gangi verr þegar besta framherja deildarinnar vantar í liðið, Patrick Pedersen meiddist fyrir mánuði og verður ekki meira með.
En það eru gæði í hópnum og kunnátta til að skora mörk. Aron Jóhannsson hefur sýnt á sínum ferli að hann kann að skora mörk og þó að hann hafi heilt yfir ekki skorað nóg fyrir Val, þá hann var á fínu skriði komandi inn í leikinn á mánudag. Hann hefur líka spilað aftar en hann gerði þegar hann raðaði inn mörkum sem atvinnumaður. En nú hefur verið bent á þann möguleika að stilla Aroni upp fremst á vellinum.
Aron skoraði bæði gegn Aftureldingu og Fram fyrir landsleikjahlé, missti svo af leiknum gegn Stjörnunni vegna leikbanns og byrjaði á bekknum í fyrradag.
Fyrir leikinn gegn Breiðabliki var Jóhann Skúli Jónsson, stuðningsmaður Vals, í íþróttavikunni á 433.is. Hann kallaði eftir því að Aron yrði settur fram í fjarveru Patricks.
„Ég væri eiginlega til í að setja Aron fram og Tryggva (Hrafn Haraldsson) út á kant. Tryggvi er fínn frammi en þú missir hann af kantinum og hann er einn besti kantmaður deildarinnar. Ég væri til í að setja Aron þar upp og Birki (Heimisson) inn á miðjuna," sagði Jói Skúli. Tryggvi var frammi gegn Breiðablik, Birkir á miðjunni en Aron á bekknum.
Breiðablik var betra liðið í leiknum en Valur jafnaði úr mjög svo umdeildri vítaspyrnu í lok leiks. Vonir Vals á titlinum eru orðnar takmarkaðar, fjögur stig eru upp í Víking í toppsætinu þegar fjórar umferðir eru eftir.
Athugasemdir