Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 19:39
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Dramatískt jöfnunarmark í Barcelona
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur fyrstu leikjum kvöldsins er lokið á Spáni þar sem sex mörk voru skoruð.

Athletic Bilbao lenti óvænt undir á heimavelli gegn botnliði Girona og gerði Jon Aspiazu þjálfari fjórfalda skiptingu í hálfleik. Skömmu síðar gerði Mikel Jauregizar jöfnunarmark heimamanna.

Athletic var talsvert sterkara liðið í síðari hálfleik en tókst ekki að skapa mikið af færum svo lokatölur urðu 1-1.

Girona situr áfram á botni La Liga, nú með tvö stig eftir sex umferðir.

Athletic er með tíu stig eftir slæmt gengi í síðustu leikjum. Liðið tapaði tveimur deildarleikjum í röð fyrir jafnteflið í dag.

Á sama tíma tók Espanyol, sem gæti reynst eitt af spútnik liðum tímabilsins, á móti Valencia.

Fyrrum úrvalsdeildarleikmaðurinn Arnaut Danjuma tók forystuna fyrir Valencia í fyrri hálfleik þrátt fyrir yfirburði heimamanna og leiddu gestirnir allt þar til í síðari hálfleik þegar Leandro Cabrera gerði jöfnunarmark.

Yfirburðir Espanyol voru algjörir í seinni hálfleiknum en Hugo Duro tók forystuna á ný fyrir Valencia aðeins þremur mínútum eftir jöfnunarmarkið. Sú forysta dugði allt þar til í uppbótartíma þegar Javi Puado skoraði virkilega verðskuldað jöfnunarmark á 96. mínútu. Lokatölur 2-2 og heimamenn bæði heppnir og óheppnir að gera jafntefli.

Espanyol er í fjórða sæti með 11 stig eftir 6 umferðir, með þremur stigum meira heldur en Valencia.

Athletic 1 - 1 Girona
0-1 Azzedine Ounahi ('9 )
1-1 Mikel Jauregizar ('48 )

Espanyol 2 - 2 Valencia
0-1 Arnaut Danjuma ('15 )
1-1 Leandro Cabrera ('59 )
1-2 Hugo Duro ('62 )
2-2 Javi Puado ('90 )
Athugasemdir
banner