Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   mið 24. september 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Nottingham Forest fer til Spánar
Daníel Tristan og Elías Rafn eiga heimaleiki
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Malmö
Það fara níu leikir fram í Evrópudeildinni í dag og í kvöld þar sem Íslendingaliðin Midtjylland og Malmö eiga heimaleiki.

Elías Rafn Ólafsson hefur staðið sig vel á milli stanganna hjá Midtjylland og er með byrjunarliðssætið þar þrátt fyrir harða samkeppni frá Jonas Lössl.

Midtjylland spilar við Sturm Graz frá Austurríki klukkan 16:45, rúmum tveimur tímum áður en Malmö fær Ludogorets í heimsókn frá Búlgaríu.

Daníel Tristan Guðjohnsen hefur verið að fá sífellt aukinn spiltíma með Malmö og gæti komið við sögu. Arnór Sigurðsson er þá að glíma við meiðsli og verður líklega ekki með.

Í öðrum leikjum kvöldsins má finna nokkra verulega áhugaverða slagi, þar sem sterkt lið Real Betis tekur á móti Nottingham Forest á sama tíma og viðureign Nice gegn Roma fer fram.

Ekki nóg með það, þá spilar Dinamo Zagreb heimaleik við Fenerbahce og má búast við miklum hita á áhorfendapöllunum í höfuðborg Króatíu.

Celtic heimsækir Rauðu stjörnuna til Serbíu og þá spilar Braga við hollenska stórveldið Feyenoord. Virkilega spennandi slagir.

Leikir dagsins
16:45 PAOK - Maccabi Tel Aviv
16:45 Midtjylland - Sturm Graz
19:00 Freiburg - Basel
19:00 Rauða stjarnan - Celtic
19:00 Malmö - Ludogorets
19:00 Dinamo Zagreb - Fenerbahce
19:00 Real Betis - Nott. Forest
19:00 Nice - Roma
19:00 Braga - Feyenoord
Athugasemdir