Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 23:19
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Tek þessu ekki sem sjálfsögðum hlut
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City á Englandi, er hæst ánægður með að vera kominn áfram í 16-liða úrslit enska deildabikarsins.

Phil Foden skoraði og lagði upp fyrir Man City sem vann Huddersfield Town 2-0.

Guardiola var ánægður með margt í leiknum og fagnar því að vera kominn áfram í keppninni.

„Góður sigur. Svona leikir eru alltaf snúnir en við spiluðum mjög vel. Þeir breyttu holningunni aðeins og við þurftum að bæta okkur í uppspili, en svona á heildina litið gerðum við mjög vel.“

„Við erum komnir áfram í næstu umferð og það er bara hið besta mál.“

„Ég tek þessu ekki sem sjálfsögðum hlut. Andinn er kominn aftur og ég er svo ánægður. Þetta var rosalega gott,“
sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner