Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 13:48
Elvar Geir Magnússon
U16 með sigurmark í uppbótartíma
Mynd: KSÍ
U16 landslið karla vann 3-2 sigur gegn Norður-Írlandi á æfingamóti sem fram fer í Finnlandi.

Sigurður Nói Jóhannsson úr KA kom Íslandi yfir strax á 2. mínútu en Norður-Írland jafnaði. Bjarki Örn Brynjarsson úr HK endurheimti forystu Íslands en aftur jöfnuðu mótherjarnir.

Aron Kristinn Zumbergs, leikmaður ÍA, reyndist hetja Íslands með sigurmarki í uppbótartíma.

Hér má sjá skýrsluna hjá íslenska liðinu

Þetta var annar leikur íslenska liðsins á mótinu en það vann endurkomusigur gegn Eistlandi í gær. Ísland mætir Finnlandi á föstudag í síðasta leik sínum á mótinu.
Athugasemdir
banner