Það eru þrír leikir sem fara fram í ítalska bikarnum í dag og í kvöld og má finna einn slag úr Serie A þar á meðal.
Parma tekur á móti Spezia í fyrsta leik dagsins, áður en Bjarki Steinn Bjarkason og félagar í liði Venezia heimsækja Verona.
Heimaliðin leika í Serie A á meðan gestaliðin leika í Serie B.
Að lokum tekur Como á móti Sassuolo í lokaleik dagsins. Þar eigast tvö lið úr efstu deild við.
Como gæti reynst spútnik lið tímabilsins. Liðið hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn Cesc Fábregas og vann á útivelli gegn Fiorentina í deildinni um helgina.
Liðin eigast við í 32-liða úrslitum bikarsins og er búið að draga í allar næstu umferðirnar. Bjarki Steinn og félagar heimsækja stórveldi Inter ef þeim tekst að sigra í Veróna í dag.
Þá má til gamans geta að með sigri í kvöld fær Como annan útileik gegn Fiorentina í 16-liða úrslitum.
Coppa Italia
15:00 Parma - Spezia
16:30 Verona - Venezia
19:00 Como - Sassuolo
Athugasemdir