Enski deildabikarinn er í fullu fjöri og mæta fjögur stórlið til leiks í kvöld. Stórliðin mæta öll andstæðingum úr League One, þriðju efstu deild enska deildakerfisins.
Manchester City heimsækir Huddersfield Town á sama tíma og Newcastle United tekur á móti Bradford City.
Tottenham Hotspur spilar þá við Doncaster Rovers og skömmu síðar hefst lokaleikur kvöldsins.
Lærisveinar Mikel Arteta í liði Arsenal heimsækja þar Port Vale til Stoke.
Liðin eigast við í 32-liða úrslitum og verður dregið í 16-liða úrslitin eftir að viðureign Arsenal gegn Port Vale lýkur í kvöld.
Liverpool, Chelsea, Brighton, Crystal Palace, Brentford, Wolves, Fulham, Wrexham, Cardiff, Swansea, Wycombe og Grimsby Town eru þegar búin að tryggja sér þátttökurétt í 16-liða úrslitunum. Það verða því að minnsta kosti fimm neðrideildalið með í drættinum.
Leikir kvöldsins
18:45 Huddersfield - Man City
18:45 Newcastle - Bradford
18:45 Tottenham - Doncaster Rovers
19:00 Port Vale - Arsenal
Athugasemdir