Arsenal og Liverpool eiga möguleika á að fá Vini Jr - Gravenberch fær nýjan samning - Ekitike biðst afsökunar
   mið 24. september 2025 11:57
Elvar Geir Magnússon
Áhugi Barcelona á Goncalo Inacio hefur vaxið
Inacio í leik með portúgalska landsliðinu gegn Íslandi.
Inacio í leik með portúgalska landsliðinu gegn Íslandi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Deco, yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona, er með í forgangi að fá inn miðvörð næsta sumar og áhugi félagsins á Goncalo Inacio hefur aukist.

Hansi Flick, þjálfari Barcelona, var svekktur yfir því að missa Inigo Martínez í sumar en hann ákvað að ganga í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu. Flick vill fá inn örvfættan miðvörð.

Inacio er 24 ára miðvörður Sporting Lissabon en hann hefur leikið 17 landsleiki fyrir Portúgal. Hann er með samning til 2027 en félagið hefur rætt við hann um nýjan samning.

Inacio hefur áður verið orðaður við Liverpool og Real Madrid en hann er þegar með fimm ára reynslu sem leikmaður í fremstu röð.

Ronald Araujo, Andreas Christensen, Eric Garcia, Jules Kounde og Pau Cubarsi eru möguleikar Barcelona í miðvarðastöðurnar í dag. Tveir af þeim eru einnig helstu kostir Flick í hægri bakvörðinn og þá verður Christensen samningslaus næsta sumar.
Athugasemdir
banner