Kantmaðurinn ungi Lamine Yamal var verðlaunaður með Kopa bikarnum annað árið í röð fyrir að vera besti ungi fótboltamaður heims.
Hann lenti í öðru sæti í valinu á besta leikmanni ársins eftir Ousmane Dembélé, stjörnuleikmanni PSG og franska landsliðsins. Dembélé krækti sér í Ballon d'Or í fyrsta sinn.
„Guðs plan er fullkomið," sagði Yamal eftir verðlaunaafhendinguna.
„Maður þarf að klifra til að komast á toppinn. Ég er ánægður með að hafa unnið Kopa bikarinn tvisvar.
„Ég vil óska Dembélé til hamingju með verðlaunin og fyrir að hafa átt frábært tímabil."
Yamal, sem varð 18 ára gamall í sumar, skoraði 18 sinnum og lagði upp 25 mörk í 55 leikjum með Barcelona á síðustu leiktíð, auk þess að vera lykilmaður er spænska landsliðið vann EM í fyrrasumar.
Hann er kominn með tvö mörk og þrjár stoðsendingar í þremur leikjum á nýju tímabili en hefur verið fjarverandi vegna meiðsla undanfarnar vikur.
Athugasemdir