Dregið var í 16-liða úrslit enska deildabikarsins eftir 2-0 sigur Arsenal á Port Vale í kvöld, en við munum fá nokkra afar áhugaverða úrvalsdeildarslagi.
Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistarar Crystal Palace mætast á Anfield. Þessi lið áttust við í samfélagsskildinum þar sem Palace hafði betur eftir vítakeppni.
Manchester City heimsækir Swansewa á meðan Wolves tekur á móti Chelsea.
Arsenal fær Brighton í heimsókn á Emirates-leikvanginn. Jason Daði Svanþórsson og félagar í Grimsby taka á móti Hákoni Rafni Valdimarssyni og hans mönnum í Brentford í Íslendingaslag.
Deildabikarmeistarar Newcastle mæta Tottenham á St. James' Park.
Leikirnir fara fram í lok október.
Drátturinn:
Arsenal - Brighton
Grimsby - Brentford
Swansea - Man City
Newcastle - Tottenham
Wrexham - Cardiff
Liverpool - Crystal Palace
Wolves - Chelsea
Wycombe - Fulham
Athugasemdir