James Trafford sagðist í skýjunum þegar hann gekk í raðir Manchester City í sumar en mögulega sér hann eftir ákvörðun sinni núna. Þessi 22 ára markvörður kom í gegnum unglingastarf City á sínum tíma en lék ekki fyrir aðalliðið áður en hann gekk í raðir Burnley 2023.
Trafford byrjaði fyrstu þrjá deildarleiki City á tímabilinu en á gluggadeginum ákvað félagið að grípa tækifærið og kaupa Gianluigi Donnarumma sem var falur frá Paris St-Germain. Ederson var seldur til Fenerbahce í Tyrklandi.
Trafford hefði getað farið til Newcastle í sumar en ákvað í staðinn að snúa til baka til City.
„James Trafford er algjörlega frábær markvörður. Hann hefur örugglega búist við fullt af spiltíma og tækifærum til að sýna sig áður en England keppir á HM á næsta ári. En tveimur vikum seinna er Donnarumma mættur. Ef ég væri í sporum Trafford væri ég bálreiður, það myndi sjóða á mér," segir Shay Given, fyrrum markvörður City.
Trafford byrjaði fyrstu þrjá deildarleiki City á tímabilinu en á gluggadeginum ákvað félagið að grípa tækifærið og kaupa Gianluigi Donnarumma sem var falur frá Paris St-Germain. Ederson var seldur til Fenerbahce í Tyrklandi.
Trafford hefði getað farið til Newcastle í sumar en ákvað í staðinn að snúa til baka til City.
„James Trafford er algjörlega frábær markvörður. Hann hefur örugglega búist við fullt af spiltíma og tækifærum til að sýna sig áður en England keppir á HM á næsta ári. En tveimur vikum seinna er Donnarumma mættur. Ef ég væri í sporum Trafford væri ég bálreiður, það myndi sjóða á mér," segir Shay Given, fyrrum markvörður City.
Varamarkvörðurinn fær sína leiki
City tekur þátt í fjórum keppnum svo Trafford mun fá sína leiki. Pep Guardiola hefur staðfest að hann byrji í kvöld gegn Huddersfield í deildabikarnum.
„Hann æfir betur en nokkru sinni fyrr og er frábær markvörður. Hjá mér fær varamarkvörðurinn alltaf fullt af leikjum og það verður ekki undantekning á því. Hann mun læra af Gigi og sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér," sagði Guardiola þegar hann var spurður að því hvernig Trafford væri að bregðast við samkeppninni við Donnarumma.
Athugasemdir