Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Enski deildabikarinn: Everton og Burnley úr leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru tvö úrvalsdeildarlið dottin úr leik eftir fyrstu leiki kvöldsins í enska deildabikarnum.

Everton heimsótti Wolves í eina úrvalsdeildarslag kvöldsins og tapaði þar á útivelli. Úlfarnir hvíldu lítið af byrjunarliðsmönnum og mættu til leiks með mjög sterkt byrjunarlið á meðan David Moyes þjálfari Everton gerði fleiri breytingar á sínu byrjunarliði.

Úlfarnir voru þó ekki sterkari aðilinn á Molineux en þeir nýttu færin sín betur og skópu 2-0 sigur. Marshall Munetsi og Tolu Arokodare gerðu mörkin.

Burnley datt þá óvænt úr leik á heimavelli gegn Cardiff City. Callum Robinson og Joel Colwill komu gestunum frá Wales í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik áður en Zian Flemming minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks.

Heimamönnum tókst þó ekki að skapa sérlega mikla hættu í seinni hálfleiknum svo lokatölur urðu 1-2 fyrir Cardiff.

Á sama tíma rúllaði Brighton yfir Barnsley, þar sem Diego Gómez átti stórleik og skoraði afar fallega þrennu í fyrri hálfleik. Hann fullkomnaði svo fernuna í síðari hálfleik og urðu lokatölur 0-6 fyrir Brighton.

Emile Smith Rowe skoraði þá eina mark leiksins er Fulham marði D-deildarlið Cambridge United á Craven Cottage og Wrexham vann 2-0 gegn Reading þökk sé tvennu frá Nathan Broadhead.

Wolves 2 - 0 Everton
1-0 Marshall Munetsi ('29 )
2-0 Tolu Arokodare ('88 )

Burnley 1 - 2 Cardiff City
0-1 Joel Colwill ('30 )
0-2 Callum Robinson ('35 )
1-2 Zian Flemming ('56 )

Barnsley 0 - 6 Brighton
0-1 Diego Gomez ('9 )
0-2 Diego Gomez ('21 )
0-3 Diego Gomez ('33 )
0-4 Diego Gomez ('68 )
0-5 Harry Howell ('87 )
0-6 Yasin Ayari ('89 )

Fulham 1 - 0 Cambridge United
1-0 Emile Smith-Rowe ('66 )

Wrexham 2 - 0 Reading
1-0 Nathan Broadhead ('57 )
2-0 Nathan Broadhead ('70 )
Athugasemdir
banner
banner