Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 19:25
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Már í banni í fallbaráttuslag ÍA og KR
Rúnar Már og Lárus Orri.
Rúnar Már og Lárus Orri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ fundaði í dag og ljóst er hverjir verða í banni í næstu umferð Bestu deildarinnar.

Þar á meðal er Rúnar Már Sigurjónsson sem hefur leikið afskaplega vel í hjarta varnarinnar hjá ÍA í síðustu leikjum. Hann verður ekki með í feikilega mikilvægum fallbaráttuslag gegn KR á sunnudaginn.

Rúnar er kominn með sjö gul spjöld, líkt og Amin Cosic leikmaður KR sem getur heldur ekki tekið þátt í leiknum á sunnudag.

Grétar Snær Gunnarsson hjá FH og Marcel Römer hjá KA verða einnig í banni í komandi umferð vegna uppsafnaðra áminninga. Þá er Georg Bjarnason í Aftureldingu í banni eftir rautt spjald í síðustu umfeð.

Einn þjálfari tekur út leikbann, Rúnar Kristinsson fékk rautt í tapi Fram gegn Víkingi og verður ekki á hliðarlínunni þegar Fram og Valur mætast á sunnudag.

laugardagur 27. september

Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 Vestri-ÍBV (Kerecisvöllurinn)

sunnudagur 28. september

Besta-deild karla - Efri hluti
19:15 Fram-Valur (Lambhagavöllurinn)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 ÍA-KR (ELKEM völlurinn)
16:00 Afturelding-KA (Malbikstöðin að Varmá)

mánudagur 29. september
19:15 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 23 13 6 4 49 - 28 +21 45
2.    Valur 23 12 5 6 54 - 36 +18 41
3.    Stjarnan 23 12 5 6 43 - 35 +8 41
4.    Breiðablik 23 9 8 6 38 - 36 +2 35
5.    FH 23 8 7 8 41 - 35 +6 31
6.    Fram 23 8 5 10 33 - 33 0 29
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 23 9 5 9 33 - 41 -8 32
2.    ÍBV 23 8 6 9 25 - 29 -4 30
3.    Vestri 23 8 3 12 23 - 32 -9 27
4.    ÍA 23 8 1 14 30 - 43 -13 25
5.    KR 23 6 6 11 44 - 55 -11 24
6.    Afturelding 23 5 7 11 30 - 40 -10 22
Athugasemdir
banner