Sparkspekingurinn Alan Shearer varar Marcus Rashford við því að hann gæti misst sæti sitt hjá Barcelona ef hann bætir ekki fagmennsku sína.
Eftir frábæra frammistöðu gegn Newcastle í síðustu viku byrjaði hann á bekknum gegn Getafe þar sem hann mætti of seint á fund að morgni leikdags.
Eftir frábæra frammistöðu gegn Newcastle í síðustu viku byrjaði hann á bekknum gegn Getafe þar sem hann mætti of seint á fund að morgni leikdags.
Þetta er ekki nýtt vandamál hjá Rashford sem átti það líka til að vera óstundvís þegar hann var hjá Manchester United.
„Þegar Rashford er klár í slaginn og hugarfar hans er rétt þá er hann frábær leikmaður. Hann var magnaður gegn Newcastle. En hann verður að sýna fagmennsku. Af hverju ættu allir að aðrir að bíða eftir að þú mætir þegar þú ert seinn? Þetta er hegðun sem gengur ekki upp hjá félagi eins og Barcelona því það er alltaf einhver annar leikmaður sem er tilbúinn að taka stöðuna þína," segir Shearer.
Rashford skoraði tvö mörk gegn Newcastle og lagði upp mark svo eftir að hafa komið af bekknum gegn Getafe.
Athugasemdir