Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   þri 23. september 2025 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Ekitike reif sig úr treyjunni og fékk rautt
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hugo Ekitike var keyptur til Liverpool í sumar og hefur farið vel af stað í enska boltanum.

Hann byrjaði á bekknum gegn Southampton í deildabikarnum í kvöld og var skipt inn í hálfleik fyrir Alexander Isak sem er ennþá að koma sér í leikform.

Isak skoraði eina markið í fyrri hálfleik og var staðan 1-0 þegar Ekitike kom inn.

Ekitike nældi sér í gult spjald fyrir að henda boltanum í burtu þegar það var dæmd aukaspyrna á hann skömmu eftir innkomuna af bekknum.

Gestirnir í liði Southampton jöfnuðu svo metin á 76. mínútu og blésu heimamenn á Anfield til sóknar í leit að sigurmarki á lokakaflanum.

Sigurmarkið kom á 85. mínútu þegar Ekitike skoraði eftir sendingu frá Federico Chiesa, sem lagði einnig upp fyrir Isak í fyrri hálfleik.

Ekitike, sem sér fram á erfiða byrjunarliðsbaráttu við Isak í framtíðinni, var mjög ánægður með markið. Hann var svo ánægður að hann tók upp á því að rífa sig úr treyjunni í fagnaðarlátunum.

Það borgaði sig þó ekki því hann var á gulu spjaldi og var því rekinn í sturtu. Sem betur fer fyrir Ekitike þá héldu liðsfélagar hans forystunni til leiksloka og komust áfram í næstu umferð.

Þetta þýðir að Ekitike verður í leikbanni í næsta leik á útivelli gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Sjáðu atvikið.
Athugasemdir