Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   sun 24. október 2021 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Sé ekki hvaða lið á Englandi er að fara að stoppa Liverpool"
Liverpool lítur mjög vel út.
Liverpool lítur mjög vel út.
Mynd: EPA
Bjarni Þór Viðarsson og Margrét Lára Viðarsdóttir voru á Old Trafford í dag fyrir Síminn Sport.

Þau fóru yfir leikinn - sem endaði 5 - 0 fyrir Liverpool - að honum loknum.

Liverpool er einu stigi frá toppnum eftir níu umferðir. Margrét Lára telur að þeir muni endurheimta Englandsmeistaratitilinn á þessari leiktíð eftir að hafa unnið hann árið 2019.

„Fyrir mitt leyti er þetta lið að fara að vinna ensku deildina. Þeir eru ógnvænlegir," sagði Margrét Lára.

„Með Salah í þessu formi, Firmino kemur inn í þennan leik og er frábær, Jota skorar, Mane er á bekknum... þeir eru stórkostlegir, Fabinho er ekki með. Ég sé ekki hvaða lið á Englandi er að fara að stoppa Liverpool."

Margrét kom einnig inn á að Mohamed Salah, sem skoraði þrennu í dag, væri besti leikmaður í heimi í augnablikinu.


Athugasemdir
banner
banner